ÞAKKIR NÝTTU KRAFTINN byggði í upphafi á því að nær allir væru tilbúnir að leggja lið, gefa vinnu sína eða bjóða fram aðstoð án þóknunar eða á mjög vægu verði. Listinn yfir fólk og fyrirtæki sem við vildum þakka er því óendanlega langur og ekki víst að hann gæti nokkurn tímann orðið tæmandi. Við segjum því bara og taki til sín sem eiga: Þakka ykkur öllum, mentorar, fyrirlesarar, skjólshús fundanna, fyrirtækin, stéttarfélög, Vinnumálastofnun, STARF, VIRK, atvinnulífið, hinir ýmsu sérfræðingar, hönnunarfólkið og fleiri og fleiri alveg hjartanlega fyrir. Aðstoð ykkar og framlag er algjörlega ómetanlegt bæði fyrir okkur og fyrir þátttakendurna í NÝTTU KRAFTINN.
|