Fréttir
16.09.09
www.nyttukraftinn.is
Það kom að því, NÝTTU KRAFTINN hefur fengið heimasíðu sem opnar í dag. Það var hið frábæra veffyrirtæki Allra Átta sem í kjölfar viðtals við Maríu Björk í Kastljósi í vor bauðst til að gera heimasíðu fyrir NÝTTU KRAFTINN til að leggja þessu málefni lið.
Við vorum ekki lengi að þiggja þetta góða boð og nú er vefurinn kominn í loftið, alveg meiriháttar en verður nú kannski eitthvað fíniseraður á næstu dögum. NÝTTU KRAFTINN er því að verða meir og meir alvöru enda algjör bylting að geta vísað á heimasíðu hvað allar upplýsingar og skráningu varðar.
Takk fyrir okkur Jón Trausti & co hjá Allra Átta