Nýttu Kraftinn er ekki með neina fasta staðsetningu heldur gengur hugmyndafræðin út á sveigjanleika og vera þar sem fólk er. Upplifa eitthvað nýtt og spennandi sem opnar hugann. Skrifstofur Maríu Bjarkar og Sigríðar hafa helst verið eldhúsborðin, bókasöfn og hin ýmsu kaffihús enda er gott að sitja með tölvuna eða símann og skipuleggja hluti yfir góðum kaffibolla á kaffihúsunum. Þar er uppspretta hugmynda enda allt að gerast og margt fólk að hitta :) |