Það var veffyrirtækið ALLRA ÁTTA www.allraatta.is sem bauðst að fyrra bragði í vor að leggja NÝTTU KRAFTINN og stuðningi við atvinnuleitendur lið með því að gera vefsíðu án þóknunar. Eftir alveg frábært samstarf fór heimasíðan www.nyttukraftinn.is í loftið nú í september og hefur strax vakið jákvæða athygli fyrir útlit og aðgengilegar upplýsingar.
Fyrir NÝTTU KRAFTINN að fá heimasíðu er algjör bylting því nú eru allar upplýsingar til staðar á einum stað, áhugasamir geta skráð sig beint á vefnum til þátttöku í NÝTTU KRAFTINN auk þess sem allir geta fengið góða innsýn í starfsemina t.d. með því að skoða myndirnar, lesa fréttir o.fl., markmiðið er að hafa vefinn mjög lifandi.
Samvinnan við ALLRA ÁTTA hefur verið til fyrirmyndar og afskaplega þægileg - engin vandamál og öll verkefni leyst mjög hratt af þeirra hálfu. Það að vinna með vefinn og þau gögn sem eiga að vera þar til birtingar er ótrúlega einfalt þannig að maður verður fljótt stoltur snillingur í umsjón sinnar eigin vefsíðu!!!
Takk innilega fyrir okkur Jón Trausti og allir á ALLRA ÁTTA :)