Fréttir
06.10.10
Næsti hópur fer af stað 13. og 14. október
Nú liggur fyrir að við förum af stað með hóp 15, miðvikudaginn 13. október næstkomandi og byrjum við ferlið með fundum tvo daga í röð þ.e. miðvikudag og fimmtudag. Þeir sem þegar hafa skráð sig fá nú sendan tölvupóst með öllum nánari upplýsingum, aðrir áhugasamir geta skráð sig í gegnum heimasíðuna og fá þá sendar nánari upplýsingar.
Nýttu Kraftinn hefur virkað ótrúlega vel og hefur þátttakendum gengið hreint út sagt frábærlega að takast á við aðstæður sínar, finna nýtt starf eða nýjan framtíðarvettvang.
Bestu kveðjur,
María Björk & Sigríður