Tímasetning á næsta hópi í Nýttu Kraftinn hefur verið ákveðin og er skráning komin á fullt. Hægt er að skrá sig með því að smella á viðeigandi hnapp vinstra megin á forsíðunni. Þetta verður næst síðasti eða síðasti hópurinn sem fer í gang fyrir sumarfrí og því um að gera að missa ekki af honum.
Tölvupóstur verður sendur út á allra næstu dögum til þeirra sem eru á biðlista og þar munu allra viðeigandi upplýsingar koma fram varðandi upphafsdagana tvo.
Hikaðu ekki - skráðu þig sem fyrst og þú sérð ekki eftir því ef þú vilt fara með atvinnuleitina í annan og markvissan farveg - árangurinn í Nýttu Kraftinn hefur verið mjög góður ;)
Bestu kveðjur,
María Björk & Sigríður