Skráðu þig strax í hópinn sem byrjar miðvikudaginn 14. september og fimmtudaginn 15. september - hittumst tvo daga í röð frá kl. 10-15. Þriðja samvera okkar verður svo eftir 3-4 vikur en margt sem gerist þess á milli.
Nýttu Kraftinn hefur reynst atvinnuleitendum ótrúlega vel, árangur í hverjum hópi er frábær en um 75% þátttakenda er almennt kominn í nýtt starf, í nám eða að stofna eigið fyrirtæki um það leyti sem 3ja mánaða ferlinu lýkur.
Jákvæðni, kraftur og hugmyndaauðgi eru í fyrirrúmi - þannig skapast ný tækifæri. Ekki missa af þessu, skráðu þig strax með því að smella á stóra hnappinn vinstra megin á forsíðunni.
Allar nánari upplýsingar um stað og stund verða sendar út til þeirra sem skrá sig.
Bestu kveðjur,
María Björk & Sigríður Snævarr