Smelltu hér og skráðu þig

 

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Fréttir
28.09.11
Næsti hópur byrjar 20. og 21. október - skráning í gangi

Ekki missa af næsta hópi en hann fer í gang hjá okkur fimmtudaginn 20. október og föstudaginn 21. október (2 dagar í röð). Skráning er komin í gang hér á síðunni, appelsínugulur hnappur á forsíðunni leiðir þig beint inn á skráningarformið. Við sendum svo út tölvupóst með öllum nánari upplýsingum um fyrirkomulag upphafsdaganna tveggja til þeirra sem skrá sig.

Fundartíminn verður frá kl. 10-15 þessa tvo daga. Auk þess að fara í gegnum hugmyndafræði Nýttu Kraftinn og veita þátttakendum markvissan innblástur í atvinnuleitinni fáum við, María og Sigríður, góða gesti í sama tilgangi þ.e. Önnu Sigríði Pálsdóttur prest í Dómkirkjunni, Grétu Matthíasdóttur náms- og starfsráðgjafa í HR og Sigurð Þórðarson verkfræðing.

Nýttu Kraftinn ferlið nær yfir 3 mánuði en hópurinn hittir Maríu og Sigríði 5 sinnum á því tímabili, margt og mikið gerist hins vegar á milli fundanna. 3ja samvera hópsins verður 3-4 vikum eftir upphafsfundina.

Skráðu þig strax, þú hefur engu að tapa en allt að vinna í leiðangri þínum að komast inn á vinnumarkaðinn á ný. Árangur þátttakenda í Nýttu Kraftinn hefur verið ótrúlega góður en um 75% þátttakenda eru almennt komnir í nýtt starf, í nám eða að stofna fyrirtæki um það leiti sem það útskrifast úr Nýttu Kraftinn.

Athugaðu réttindi þín hjá stéttarfélaginu þínu, VMST, VIRK eða félagsþjónustu sveitarfélagsins þíns en flestir þátttakendur eru styrktir af fyrrgreindum aðilum til þátttöku hjá okkur þó margir greiði sjálfir.

Hlökkum til næsta hóps - vonumst til að fá sem flesta með :)

kv. María Björk & Sigríður Snævarr

Nýjustu fréttir
VILTU EFLA ÞIG Í STARFI, FÁ NÝJA ÁSKORUN EÐA NÝTT STARF? Hafðu samband eða skráðu þig hér á síðunni...
Gaman að segja frá því að einstaklingsmiðaða...
Endurtökum námskeiðið Nýttu kraftinn og vertu öflugri...