Glænýtt, sérsniðið og einstaklingsmiðað námskeið í boði fyrir atvinnuleitendur sem vilja styrkja og ná meiri árangri í atvinnuleitinni.
María Björk Óskarsdóttir leiðbeinir á námskeiðinu og er ráðgjöfin í bland fundir og fjarþjálfun sem miðar að því að gera þátttakendur að sterkari umsækjendum með meira sjálfstraust í atvinnuleitinni. Námskeiðið innifelur leiðsögn, hvatningu, endurgjöf, aga og æfingar. Þátttakendum er veitt speglun á eigin gögn, hugmyndir og vangaveltur auk þess sem gefnar eru nýjar hugmyndir og fjölmörg ráð fyrir viðkomandi að vinna með.
Nánari upplýsingar um uppbyggingu námskeiðisins er að finna hér á síðunni undir flipanum "Atvinnuleitendur Námskeið" en að auki er hægt að hafa samband við Maríu Björk í síma 861 8112 eða með því að senda fyrirspurn á [email protected]
Atvinnuleitendur sem vilja bretta upp ermar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst og í framhaldi hefur leiðbeinandi samband varðandi næstu skref.