EINSTAKLINGSNÁMSKEIÐ fyrir atvinnuleitendur
Leiðbeinandi: María Björk Óskarsdóttir / sími 861 8112 / [email protected]
Einstaklingsmiðað námskeið fyrir atvinnuleitendur sem vilja styrkja sig og ná meiri árangri í atvinnuleitinni og fyrir fólk á vinnumarkaði sem vill efla sig í starfi. Það er byggt á aðferðafræði Nýttu kraftinn og er unnið með bókina og fleiri kennslugögn að vopni. Ráðgjöfin sem er persónuleg og sérsniðin er í bland fundir og fjarþjálfun (tölvupóstar/skype/sími) og innifelur leiðsögn, hvatningu, endurgjöf, aga og æfingar til að efla sjálfstraustið og styrkja eigin markaðssetningu í atvinnuleitinni. Þátttakendum er veitt speglun á eigin gögn, hugmyndir og vangaveltur auk þess sem gefnar eru nýjar hugmyndir og fjölmörg ráð fyrir viðkomandi að vinna með. Atvinnuleitendur búsettir á landsbyggðinni geta auðveldlega nýtt sér námskeiðið.
Námskeiðið kostar 75.000 kr. og er miðað við að það klárist á 3-6 vikum allt eftir hraða hvers og eins. Nýttu kraftinn kennslugögn eru innifalin í námskeiðisgjaldi og er veitt útskriftarskírteini í lokin.
Þátttakendur eru hvattir til að kanna réttindi sín hjá stéttarfélaginu sínu, VMST, STARF, VIRK eða atvinnuþjónustum sveitarfélaga varðandi stuðning til þátttöku í námskeiðinu.
Uppbygging námskeiðisins:
- Undirbúningur og afhending gagna - Fjarþjálfun (1 klst)
- Þátttakandi sendir ferilskrá og dæmi um kynningarbréf ef slík gögn eru til
- Samtal og/eða viðkomandi svarar nokkrum spurningum um stöðu mála og helstu áskoranir þá stundina og sendir í tölvupósti
- Undirbúningur atvinnuleitar og endurgjöf á gögnin - Fundur (2 klst)
- Nýttu kraftinn aðferðafræðin og notkun bókarinnar
- Opnað á sjálfskoðun og styrkleika, ástríðu og eldmóð
- Eru fleiri stoðir og hver er nýtanlega færnin?
- Kennsla í gerð ferilskrár sem nær í gegn og selur
- Kennsla í gerð kraftmikils kynningarbréfs
- Endurgjöf á ferilskrá og kynningarbréf þátttakanda
- Næstu skref og heimaverkefni
- Veitt endurgjöf á ferilskrá og kynningarbréf - Fjarþjálfun (1 klst)
- Þátttakandi sendir endurgerða ferilskrá, kynningarbréf og eigin styrkleika með rökstuðningi til skoðunar
- Veitt í framhaldi endurgjöf á ferilskrá og kynningarbréf
- Afhent verkefni vegna undirbúnings fyrir atvinnuviðtöl
- Undirbúningur atvinnuviðtala, tengslanet og frumkvæði - Fundur (2 klst)
- Umræður um atvinnuviðtöl og gerðar atvinnuviðtalsæfingar
- Kortlagning tengslanetsins og tækifæra á vinnumarkaðnum
- Áskoranir, markmið og mikilvægi frumkvæðis
- Markmiðasetning og heimaverkefni
- Staðan metin og framhaldið skipulagt - Fundur eða fjarþjálfun (1 klst)
- Loka endurgjöf á ferilskrá og kynningarbréf ef þörf er á
- Speglun á það sem er efst á baugi hjá viðkomandi þá stundina
- Næstu skref - Plan A og Plan B