Fréttir
16.09.09
SSF kynnir niðurstöður könnunar
Fimmtudaginn 17. september kl. 17.15-19.00 hafa samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) boðið félagsmönnum að sjá niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í sumar meðal félagsmanna sem fengu uppsagnir í kjölfar bankahrunsins.
Það verður mjög fróðlegt að sjá hver staða fólks er núna þ.e. líðan fólks bæði við hrunið og nú nærri ári síðar. Hversu margir hafa fengið ný störf og hversu margir búa enn við atvinnuleysi. Niðurstöður könnunarinnar ættu að varpa ljósi á þetta og svo margt fleira.