Smelltu hér og skráðu þig

 

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

UM OKKUR 

María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræðingur og Sigríður Snævarr sendiherra mótuðu saman hugmyndafræði NÝTTU KRAFTINN haustið 2008 til að hvetja og styðja atvinnuleitendur en um 1100 einstaklingar hafa komið á námskeið til þeirra frá þeim tíma. Mikil reynsla og þekking á málefnum atvinnuleitenda og vinnumarkaðarins hefur því byggst upp og gáfu þær stöllur út samnefnda bók sem byggð er á aðferðafræðinni og reynslunni.

Bókin er skrifuð fyrir atvinnuleitendur í sinni víðustu mynd. Fyrir fólk sem er á krossgötum í sínu lífi og leitar sér að nýjum tækifærum á vinnumarkaði af mismunandi forsendum, hvort sem það er innan eða utan vinnumarkaðar þá stundina. Aðferðafræði Nýttu kraftinn hentar ekki síður fólki sem stendur frammi fyrir starfslokum vegna aldurs og þarf að finna tíma sínum nýjan farveg.

Hverjar eru María Björk og Sigríður Snævarr og hvað viljum við upp á dekk? Við höfum alltaf litið á okkur sem tvo litla en sterka títuprjóna að leggja baráttunni gegn atvinnuleysinu lið sem og því að koma hjólum atvinnulífsins almennilega í gang enda höfum við margt til málanna að leggja. Við erum sérlega jákvæðir og orkumiklir títuprjónar með stórt tengslanet. Framkvæmdaglaðar með eindæmum og sjaldnast þarf nokkur orð um verkaskiptingu okkar á milli... hlutirnir bara flæða :)

Eftir fremsta megni höfum við reynt að smita yfir til þátttakenda í NÝTTU KRAFTINN, okkar krafti með það fyrir augum að hver og einn nýti þann kraft sem í viðkomandi býr til að nálgast aðstæður sínar á annan hátt. Hver og einn fær frá okkur "verkfærakistu" fulla af tækjum og tólum sem við vitum að geta gagnast frábærlega ef fólk nýtir sér tækifærin.

Ör-ferilskrá Sigríðar og Maríu Bjarkar 

Sigríður Snævarr er Sendiherra / Diplomat fram í fingurgóma með langa og mikla starfsreynslu. Sigríður hefur meðal meðal annars starfað sem sendiherra í París, Svíþjóð, Finnlandi, Eistrasaltsríkjunum, o.fl. Hún talar ótal tungumál og hikar ekki við að læra eitthvað nýtt ef svo ber undir. Mikil Rotary kona enda sú fyrsta á Íslandi.

Sigríður er starfsmaður utanríkisþjónustunnar en fékk um tíma leyfi til að sinna Nýttu Kraftinn enda hefur hún af mörgu að miðla og reynslusögurnar eru hreint gull sem allir geta nýtt sér efnivið úr. Hefur reynslu af setu í stjórnum fyrirtækja og er eftirsóttur ræðumaður.

María Björk Óskarsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lært markþjálfun og tekið PMD stjórnendanám í HR. María Björk hefur um 25 ára starfsreynslu í markaðsráðgjöf, framkvæmda- og verkefnastjórn sem og rekið fyrirtæki.

Eftir 12 ára starf sem markaðs- og viðskiptastjóri á tveimur auglýsingastofum réð hún sig til Landsbankans í byrjun árs 2004. Hún vann aðallega að stórum sérverkefnum fyrir bankastjórn og bankaráð þ.e. sem framkvæmdastjóri 120 ára afmælisárs Landsbankans og Gestastofu vegna byggingar Hörpu. Missti hins vegar vinnuna í bankahruninu og hefur síðan sett kraft sinn í Nýttu Kraftinn auk þess að vinna ýmiss konar ráðgjafastörf og verkefnastjórnun. Hefur reynslu af setu í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka.

Nýjustu fréttir
VILTU EFLA ŢIG Í STARFI, FÁ NÝJA ÁSKORUN EĐA NÝTT STARF? Hafđu samband eđa skráđu ţig hér á síđunni...
Gaman að segja frá því að einstaklingsmiðaða...
Endurtökum námskeiðið Nýttu kraftinn og vertu öflugri...