Laugardaginn 26. september mun Sigríður Snævarr halda erindi um Nýttu Kraftinn á norrænni ráðstefnu sem haldin verður á Grandhótel frá kl. 10-17 undir yfirskriftinni Kyn og kreppa - má nýta kreppuna til aukins kynjajafnréttis? Sigríður verður þarna á meðal nokkurra frummælenda en svo verða pallborðsumræður og vinnuhópar.
Við teljum okkur í NÝTTU KRAFTINN vera með puttann nokkuð vel á púlsinum hvað atvinnuleitendur varðar og höfum oft rætt mismun kynjanna í að nálgast aðstæður sínar hvað atvinnuleysi varðar. Það verður gaman að heyra hvað aðrir frummælendur hafa fram að færa og hvetjum við NÝTTU KRAFTINN félaga að skrá sig til þátttöku á ráðstefnunni. Munið tengsl og að upplifa eitthvað nýtt!
Nánari upplýsingar og skráning á www.krfi.is eða [email protected]