Fréttir
27.09.09
Áhugaverð erindi á ráðstefnu KRFI
Það var áhugavert að hlusta á erindi framsögumanna/kvenna á norrænu ráðstefnunni Kyn og Kreppa sem haldin var á Grand hótel laugardaginn 26. september. Sigríður Snævarr var ein af frummælendum og var góður rómur gerður af NÝTTU KRAFTINN og árangri sem náðst hefur meðal atvinnuleitenda sem eru í hópunum.
Allar glærur frummælenda á ráðstefnunni eiga nú að vera aðgengilegar á vefnum www.krfi.is og hvet ég fólk að kynna sér þær.