Það varð að niðurstöðu að fara af stað með enn annan hóp fyrir jól og er um að ræða hóp 10. Heilmikill biðlisti var kominn og VR pressaði mikið að draga ekki nýjan hóp framyfir áramót, að fólk þyrfti að fá von.
Tímasetning fyrstu tveggja fundanna er 9. og 10. desember. Allir sem þegar höfðu skráð sig hafa nú fengið tölvupóst með nánari upplýsingum en ekki allir hafa staðfest þátttöku svo það er tækifæri fyrir fleiri að bætast við í hópinn. Hvet alla áhugasama til að drífa sig að skrá sig í gegnum www.nyttukraftinn.is sem og þá sem þekkja til atvinnuleitenda strax vita af fyrirætlunum.
Árangur þeirra sem koma í Nýttu Kraftinn er ótvíræður, stöðugt berast upplýsingar um ný tækifæri og ný störf eftir því sem lengra líður á ferlið.