Skráning er nú í fullum gangi fyrir næsta hóp í Nýttu Kraftinn en við förum af stað með hann 30. nóvember. Það þýðir samvera(fundir) tvo daga í röð þ.e. 30. nóv og 1. desember. Þetta verður síðasti hópur ársins en næsti hópur fer væntanlega ekki af stað hjá okkur fyrr en í jan/feb. Allir sem voru á biðlista hafa nú fengið sendan tölvupóst með öllum upplýsingum. Smella þarf á skráningarhnappinn vinstra megin á síðunni til að komast inn á skráningarformið. Nýttu Kraftinn hefur virkað mjög vel fyrir þátttakendur og árangur þeirra er mikill - sértu atvinnulaus og vilt komast aftur út á vinnumarkaðinn - skráðu þig þá endilega.... þú hefur engu að tapa! :)
María Björk & Sigríður Snævarr