Smelltu hér og skráðu þig

 

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Fréttir
30.05.12
NÝR HÓPUR byrjar 12. JÚNÍ - hrađferđ í átt ađ atvinnu

NÝTTU KRAFTINN fer í gang með nýjan hóp í fyrsta sinn í langan tíma. Um verður að ræða hraðferð í átt að atvinnu þar sem júní mánuður verður tekinn með trompi. Skráning í gangi hér á síðunni.

Fundir verða haldnir frá kl. 10-15 í fjóra daga þ.e. 12. og 13. júní og 19. og 20. júní. Mögulega verður einn fundur í lok sumars auk millifunda hópsins sjálfs. Fundirnir verða mismunandi stöðum eins og alltaf í Nýttu Kraftinn. 

Sigríður Snævarr og María Björk sem standa að Nýttu kraftinn verða eins og ávallt með hópinn og eru með margt nýtt frá fyrri hópum, en þær hafa  menntað sig enn meir á þessu ári til að skerpa á atvinnumiðlun fyrir atvinnuleitendur. Allar rannsóknir sýna að störf liggja fyrir, en atvinnurekendum óar við að auglýsa og fá hundruðir umsókna og vita ekki hvernig þeir geta náð í fólk, án þess að starfsemin sé undirlögð i ráðningaferlinu.

Leiðin milli umsækjandans og vinnuveitandans er okkar starfsvettvangur með hópnum. Mikil sjálfskoðun og styrkleikavinna sem er lykilatriði i því að vita fyrir hvað maður stendur og hvert skal stefna. Hópavinna á staðnum, æfingar við gerð ferilskrár, atvinnuviðtalsundirbúningur æfður innan hópsins, frumkvæði o.fl. Við fylgjum aðferðum Bolles (sem hefur 40 sinnum gefið út ritið "What Colour is Your Parachute?") um fjölbreyttar leiðir til að koma sér á framfæri og ná eyrum vinnuveitenda. Raunfærnin/nýtanleg færni (sjálfskoðun) er kjarninn í öllum undirbúningi. Þátttakendur  eru kerfisbundið gerð sterkari í samkeppnisstöðunni um ný störf, flutt nær möguleikum um að starfa með öllum vinnustöðum þmt sprotafyrirtækjum og hugsa eigin verkefni sem nýsköpun. Nýjar leiðir í tengslanetum verða kynntar, leiðir sem skila miklu meira en það að hafa samband við alla sem maður þekkir.

Nýjustu fréttir
VILTU EFLA ŢIG Í STARFI, FÁ NÝJA ÁSKORUN EĐA NÝTT STARF? Hafđu samband eđa skráđu ţig hér á síđunni...
Gaman að segja frá því að einstaklingsmiðaða...
Endurtökum námskeiðið Nýttu kraftinn og vertu öflugri...