Smelltu hér og skráðu þig

 

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Fréttir
03.09.12
Nýr hópur byrjar 12.&13. september - skráning í gangi

Fyrsti hópur haustsins byrjar miðvikudaginn 12. september og fimmtudaginn 13. september frá kl. 10-15 báða dagana. Skráning er þegar hafin og fer fram hér á vefsíðu Nýttu Kraftinn - hnappur vinstra megin á forsíðunni leiðir inn í skráningarformið. VMST, stéttarfélög og ýmsar félagsþjónustur sveitarfélaga hafa stutt einstaklinga til þátttöku hjá okkur, hafðu strax samband við þína bakhjarla og kannaðu réttindin þín.

Samverurnar með okkur leiðbeinendunum Sigríði Snævarr og Maríu Björk Óskarsdóttur verða alls fimm talsins. 3. og 4. samvera verða í fyrstu viku október og 5. samveran verður í nóvember. Á milli okkar funda vinna þátttakendur í sínum málum út frá verkfærakistunni og sínum forsendum auk þess sem hópurinn stendur sjálfur að "millifundum" til að vinna verkefni og fleira sem við setjum fyrir.

Við erum með margt nýtt á prjónunum og höfum markvisst þróað ferlið á þessu ári í þeim tilgangi að hjálpa þátttakendum enn hraðar í átt að nýjum tækifærum. Við vinnum kerfisbundið með þáttakendum til að gera þá sterkari í samkeppnisstöðunni um ný störf. Áhersla er lögð á að mynda þéttan hóp sem vinnur saman að atvinnuleitinni í jákvæðu andrúmslofti fólks á öllum aldri og úr öllum starfsstéttum. Við hjálpum þátttakendum til að víkka leitarskilyrðin út fyrir hefðbundnar leiðir og vekja athygli á störfum á öllum vinnustöðum þmt sprotafyrirtækjum og hvernig má hugsa eigin verkefni sem nýsköpun. Nýjar leiðir í tengslanetum verða kynntar, leiðir sem skila miklu meira en það að hafa samband við alla sem maður þekkir.

Allar rannsóknir sýna að fleiri störf liggja fyrir en auglýst eru, en atvinnurekendum óar við að auglýsa og fá hundruðir umsókna og vita ekki hvernig þeir geta náð í fólk, án þess að starfsemin sé undirlögð i ráðningaferlinu. Leiðin milli umsækjandans og vinnuveitandans er skoðuð frá öllum hliðum í hópnum. Æfingar við gerð ferilskrár sem slær í gegn og selur, kynningarbréf sem fléttast við ferilskrána, atvinnuviðtöl æfð og undirbúin innan hópsins, styrkleikaæfingar og fjölmargt fleira. Vakin er athygli á aðferðum Richard N. Bolles (sem hefur 40 sinnum gefið út útbreiddasta ritið um atvinnuleit: "What Colour is Your Parachute?") um fjölbreyttar leiðir til að koma sér á framfæri og ná eyrum vinnuveitenda.

Nýttu kraftinn hefur verið starfsrækt síðan í árslok 2008 og yfir 800 manns tekið þátt með góðum árangri.

Skráðu þig strax hér á síðunni - hlökkum til ferðalagsins með þér :)

Bestu kveðjur,

Maía Björk & Sigríður Snævarr

Nýjustu fréttir
VILTU EFLA ÞIG Í STARFI, FÁ NÝJA ÁSKORUN EÐA NÝTT STARF? Hafðu samband eða skráðu þig hér á síðunni...
Gaman að segja frá því að einstaklingsmiðaða...
Endurtökum námskeiðið Nýttu kraftinn og vertu öflugri...