Skráning þegar komin vel á veg og við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst hér á síðunni (smella á orange-hnappinn á forsíðunni).
Upphafsdagarnir verða að vanda tveir samliggjandi dagar og munum við hefja leikinn í Norrænahúsinu miðvikudaginn 31. október kl. 10.00-15.00. Við verðum á sama tíma þann 1. nóvember nema á öðrum stað eða í Bókasafni Seltjarnarness.
Þeir sem skrá sig fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum um fyrirkomulag upphafsdaganna tveggja sem og yfirliti yfir ferlið en það má jafnframt lesa um það hér á síðunni.
Hvetjum atvinnuleitendur til að taka þátt og snúa vörn í sókn, verkfærakistan okkar er stútfull af góðum hugmyndum og ráðum sem hafa nýst hátt í þúsund manns afar vel í baráttunni. Það er ekki eftir neinu að bíða - bíðum bara spenntar eftir því að hitta og vinna með nýjum kraftmiklum hópi :)
Bestu kveðjur,
María Björk & Sigríður Snævarr