Smelltu hér og skráðu þig

 

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Fréttir
08.09.14
Nýttu kraftinn og vertu öflugri stjórnandi - Námskeiđ í HR

Þann 9. október byrjum við með glænýtt námskeið sérstaklega útfært fyrir stjórnendur og þá sem stefna á stjórnunarstöður. Stjórnendaþjálfunin fer fram í Háskólanum í Reykjavík - Opni háskólinn dagana 9., 10. og 14. október frá kl. 9-13 og svo verður sérstök eftirfylgni fyrir hópinn 13. nóvember frá kl. 13-17.

Tilgangur námskeiðisins er valdefling (empowerment) og munu þátttakendur fá markvisst tækifæri til að líta inn á við, styrkja sig persónulega og í starfi, finna ástríðuna og eldmóðinn. Ennfremur að efla samskiptafærni, sjálfstraust og frumkvæði, byggja upp og virkja öflugt tengslanet sem og árangursríkt mentorasamstarf. Markmiðið er að hver og einn verði virkur í hópnum og fái gott tækifæri til að máta sig við aðra í svipaðri stöðu meðal annars með þátttöku í umræðum, sjálfskoðun og verkefnum en það er ekki svo oft sem stjórnendur fá tækifæri til að spegla sig og sínar hugmyndir.

Nánari upplýsingar og skráning á www.ru.is/stjornun-og-stefnumotun/nyttu-kraftinn

Nýjustu fréttir
VILTU EFLA ŢIG Í STARFI, FÁ NÝJA ÁSKORUN EĐA NÝTT STARF? Hafđu samband eđa skráđu ţig hér á síđunni...
Gaman að segja frá því að einstaklingsmiðaða...
Endurtökum námskeiðið Nýttu kraftinn og vertu öflugri...