Fréttir
06.11.15
Einstaklingsráðgjöf virkar vel
Gaman að segja frá því að einstaklingsmiðaða ráðgjöfin og námskeiðin hafa virkað mjög vel fyrir þátttakendur á því ári sem María Björk hefur boðið upp á þá leið í Nýttu kraftinn. Fólki þykir verðmætt að geta spjallað við hlutlausan fagaðila "one-on-one" um sín persónulegu mál á þessu sviði, fengið speglun og ráðgjöf varðandi framsetningu gagna og framkomu, áherslur varðandi atvinnuleitina og það að koma sér á framfæri. Ennfremur er gleðilegt hversu margir þátttakendur hafa fundið sér nýjan farveg og fengið nýtt starf í framhaldi af breyttri nálgun og meira sjálfstrausti.